Orkneyjaferð

800px-2007_Flag_of_Orkney.svg


   16. - 25. ágúst 2015

Orkneyjar eru um margt sérstakar fyrir Skotland. Þar stóð veldi norrænna manna lengst og bera örnefni og siðir þess merki enn þann dag í dag.  Einnig eru þar  gríðarlega mikla minjar um mannabyggð allt frá steinöld.450px-RingofBrodgarJM Orkneyingar eru stoltir af sögu- og sagnaarfi sínum og góðir heim að  sækja. Þorp og bæir eru hvert með sínu sniði, talsverð útgerð og landbúnaður auk ferðaþjónustu. Orkneyingar eru einnig  framarlega í tilraunum með nýtingu á sjávarfalla- og ölduvirkjunum.

 

kirkwall Í ferðinni förum við aðallega um meginlandið í Orkneyjum, sem víkingar kölluðu  Hrossey, skoðum slóðir Orkneyingasögu  og aðrar merkar minjar. Einnig siglum  við um eyjarnar sem eru hver annarri ólíkar.  Náttúra Orkneyja er um margt  sérstök, mikið fugla- og dýralíf og fallegt landslag.

 Til þess að fá sem mestan tíma í Orkneyjum, þá munum við fljúga norður frá  Glasgow og taka lest mestalla leiðina suður aftur. Ferðin verður þannig þægileg  og afslöppuð.

 

 

Hér með fylgir dagskrá ferðarinnar. Hún gæti tekið smávægilegum breytingum þar sem áætlanir sumra ferðaþjóna fyrir sumarið 2014 eru ekki endanlegar enn sem komið er. Einnig er það stefna Þemaferða að verða við sérstökum óskum ferðafélaga og gætu bæst einhver atriði við af þeim sökum.

                 

Sunnudagur 16.ágúst

Flogið til Glasgow og þaðan til Kirkwall. Komið til Kirkwall um miðjan dag farið á hótel og bærinn skoðaður lítið eitt.  Sameiginlegur kvöldverður. Við dveljum á sama hótelinu í Kirkwall næstu 5 nætur. 

Mánudagur 17. ágúst

 

Rúta ekur okkur. Fyrst förum við til Stromness (um 50 km) sem er fallegur hafnarbær og eyðum þar góðum tíma í að skoða bæinn og ýmislegt skemmtilegt. Á leiðinni tilbaka (um 70 km) skoðum við  ævafornan steinhring og fleira.

Þriðjudagur 18. ágúst

 

Aftur í rútu, nú er dagleiðin um 150 km alls. Förum alla leið norður á nyrsta nes sem heitir Birsay og var aðsetur Þorfinns Orkneyjajarls. Síðan ekið suðureftir til að skoða steinaldarþorp og safn því tengt, fornan grafhaug  þar sem eru rúnaristur eftir víkinga og fleiri staði sem tengjast víkingum.

Miðvikudagur  19. ágúst

 

Við tökum ferju og siglum á milli þriggja ólíkra eyja:  Eday, Sanday og Stronsay.  Siglingin tekur um 4 klst áður en við komum aftur til Kirkwall.

Fimmtudagur 20. ágúst

 

Þessi  dagur er tileinkaður Kirkwall. Skoðum Magnúsarkirkjuna, Highland Park whiskey verksmiðjuna, söfn, handverksmarkaði  og fleira. Borðum saman um kvöldið.

Föstudagur 21. ágúst

 

Við tökum rútu að morgni  í miðbænum. Rútan ekur suður eftir Rögnvaldsey– síðan í ferju yfir á meginland Skotlands og síðan áfram suður til Inverness.  Ferðin tekur um 5 tíma svo við erum komin um miðjan dag. Borðum saman um kvöldið. Næstu 2 nætur gistum við í miðbæ Inverness.

Laugardagur 22. ágúst

 

Við tökum „sight-seeing“ rútu um bæinn, en förum úr henni eftir litla stund við skipastigann. Tökum þar bát sem siglir með okkur upp skipastigann og inn eftir Loch Ness.  Að siglingu lokinni tökum við rútuna aftur og klárum hringinn.

Sunnudagur 23. ágúst

Tökum lestina til Glasgow. Það er 3-4 tíma ferð í um Hálöndin. Förum á hótel  í miðbænum og borðum saman um kvöldið.

Mánudagur 24. ágúst

Frjáls dagur í Glasgow. Haldið heim á hádegi 25. ágúst.

broch_rst_2Verð fyrir ferðina er alls 269.565 kr, þar af 218.000 fyrir kostnað innan Skotlands og auk þess hefur verið bókaður hópmiði hjá Icelandair sem kostar 51.565 kr á mann, en þar getur fólk notað vildarpunkta upp í verðið.

Innifalið er:  Allar ferðir innan Skotlands, flugferðin norður, rúta og ferjur í Orkneyjum og lestin suður til Glasgow. Öll gisting og morgunmatur (gist verður á góðum 3-4 stjörnu hótelum), 4 kvöldverðir og allur aðgangseyrir að söfnum og sýningum í Orkneyjum, auk kynnisferðar og siglingar í Inverness.

Fararstjóri er Arnlín Óladóttir sem þekkir vel til í Skotlandi og hefur farið margar ferðir þangað með ýmsa hópa við góðan orðstí.

Vinsamlega hafið samband við Arnlínu fyrir nánari upplýsingar.

Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími: 451 3384.

 pdfDagskrá til útprentunar740.53 KB