Skosku Hálöndin

skoski fninn1   14. - 20. júlí 2015   

 

Skosku Hálöndin  14.-20. Júlí 2015

Skosku Hálöndin eru fögur og fjölbreytt, gróin fjöll, skógar, stöðuvötn og urmull lítilla þorpa og bæja.Að ekki sé minnst á mannlífið þar sem indælir, kaldhæðnir og gamansamir Skotarnir eru alltaf tilbúnir í spjall, opnir og gestrisnir.

Við ferðumst á milli þorpa og bæja, ökum aldrei meira en 3 tíma á dag, en stoppum oft og skoðum fjölbreytileika mannlífs og náttúru. Fræðumst um átakamikla sögu Skota allt frá járnöld og kynnum umræðuna um yfirvofandi atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands sem verður þann 18. september 2014.

Ekki er nákvæmlega getið um alla viðburði ferðarinnar, enda skemmtilegt að koma fólki þægilega á óvart.

Þriðjudagur 14. Júlí

Flogið til Glasgow. Lent kl 10:40 og þar bíður rútan okkar. Fyrst er haldið til Stirling og skoðað Wallace minnismerkið, þar sem einnig er fjallað um helstu þætti úr sögu Skota. William Wallace er fyrirmynd Braveheart úr samnefndri kvikmynd. Ekið áfram til Dunkeld og skoðuð dómkirkjan og rölt svolítið um bæinn. Haldið til Pitlochry þar sem við gistum á Pine Trees hótelinu, sameiginlegur kvöldverður fyrir þreytta ferðalanga.  

Miðvikudagur 15. júlí

Eftir erfiðan ferðadag er morguninn tekinn rólega og ekki lagt af stað fyrr en kl 10. Þá er ekið til Blair Atholl til að skoða glæsilegan kastala og garða. Þar verður síðan hægt að kaupa hádegismat. Rétt upp úr hádegi verður komið tilbaka til Pitlochry og boðið upp á sameiginlega gönguferð (1-2 tímar), yfir Tay ána og laxastigann. Síðan frjáls tími til að skoða bæinn og hver og einn finnur sér kvöldmat eftir smekk. Gist aftur á Pine Trees hótelinu.

Fimmtudagur 16. júlí

Ekið af stað í vesturátt. Stoppað fyrst við Menzies kastala sem er dæmigerður fjölskyldukastali með mikla sögu. Síðan ekið að Crannoch centre og fræðst eilítið um líf járnaldarfólks. Loks er ekið meðfram hinu rómantíska Tay vatn til Killin. Röltum um þorpið þar sem er margt að sjá. Gist á Killin hótelinu, sameiginlegur kvöldverður.  

Föstudagur 17. júlí

Frá Killin ökum við yfir heiðina til Taynuilt og skoðum Bonawe járnbræðsluna. Það er ein heillegasta stóra járnbræðslan frá þeim tíma sem viðarkol voru notuð til bræðslunnar. Ekið áfram til bæjarins Oban á vesturströndinni. Bregðum okkur í skoðunarferð í Oban Distillery whiskeyverksmiðjuna. Fylgjumst með bátum koma að landi með aflann og ferjunum sem sigla út á Hebridseyjarnar.Gist á Royal hótelinu í Oban, kvöldmatur á eigin vegum.

Laugardagur 18. Júlí

Frá Oban ökum við eftir ströndinni suður að þorpinu Inverary, skoðum samefndan  kastala og garða. Áður en við fáum okkur hádegismat í þorpinu. Þá liggur leiðin yfir fjöllin til Loch Lomond, kíkjum á Hálandaleika og bregðum okkur í siglingu á þessu sögufræga vatni áður en haldið er til Glasgow.

Þar dveljum við á hóteli í vesturbænum næstu tvær nætur. Sameiginlegur kvöldverður.

Sunnudagur 19. Júlí

Frjáls dagur í Glasgow. Boðið upp á ferð í Kelvingrove safnið og niður að ánni Clyde á samgöngusafnið og gamla skipið.

Mánudagur 20. júlí.     Flug heim kl 14. Við þurfum að vera komin út á flugvöll um kl 11:30

 

Fararstjóri er Hrönn Magnúsardóttir þjóðfræðingur sem bjó í árabil í Skotlandi og hefur mikil kynni af landi og þjóð. Innifalið er öll gisting og morgunmatur, 3 kvöldverðir, rúta, sigling, og aðgangseyrir að söfnum, köstulum og whiskeyverksmiðju.

Verð alls 208.565 kr, þar af 157.000 fyrir allan viðurgjörning í Skotlandi. Flugfarið 51.565 kr. er greitt beint til Icelandair því að þá geta einstalingar fengið afslátt vegna vildarpunkta. 

pdfDagskrá til útprentunar403.6 KB