Gönguferð á Ströndum

22.- 26. júlí 2015               agishjalmur_lbs

Gengið fjallvegi á milli byggða

Gönguferð á Ströndum

22. - 26. júlí 2016

Byggðirnar norðan Hólmavíkur eru dreifðar og gamlar þjóðleiðir sem liggja um fjöllin milli þeirra. Við göngum á milli byggðanna, tiltölulega auðveldar leiðir en sumar dagleiðir svolítið langar.

Að  kvöldi komum við á hótel, fáum góðan mat og uppbúið rúm. Farangurinn okkar verður ferjaður á milli staða og við göngum bara með nesti og útbúnað fyrir daginn.

Leiðin:

22. júlí.       Við hittumst á Drangsnesi, ökum í rólegheitum norður eftir Ströndum og göngum á Reykjaneshyrnu  áður en haldið verður á gististað í nýja hótelinu þeirra Urðartindi Við syndum í Krossneslaug og fáum okkur kvöldmat í Kaffi Norðurfirði.

23. júlí.       Gengið um Trékyllisvík, um Naustaskörð og fyrir Reykjarfjörð til Djúpavíkur. Gist á Hótel Djúpavík. (6 til 8 tíma ganga)

24. júlí.       Gengið frá Djúpuvík  yfir fjöllin til Bjarnarfjarðar. Teygjum úr okkur í Gvendarlaug áður en við njótum veitinga á Hótel Laugarhóli, þar sem við gistum. (8 til 10 tíma ganga).

25. júlí.       Gengið frá Laugarhóli yfir Bjarnarfjarðarháls, upp á Bæjarfell og til Drangsness. Stingum okkur í heitu pottana í fjöruborðinu áður en við setjumst að í Malarkaffi. (5 -6 tíma ganga).

26. júlí.       Siglum með Sundhana út í Grímsey, röltum þar um lundabyggðina og prófum svo að veiða á sjóstöng í bakaleiðinni. Komum um hádegisbil til baka, en rútan fer frá Hólmavík um 14:30.

Verð 110.000 á mann. Innifalið er akstur frá Drangsnesi, leiðsögn og trúss, öll gisting, morgunmatur, hádegisnesti og kvöldmatur, sund og sigling.

Allar nánari upplýsingar veitir Arnlín Óladóttir, símar:  451 3384 og 865 1399,

netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

pdfGngufer Strndum 2015.pdf477.69 KB