Alltof fáir hafa uppgötvað töfra íslenska vetursins og notið þeirrar slökunar sem sveitardvöl býður upp á. Við skipuleggjum vetrarferðir fyrir hópinn, fyrirtækið, fjölskylduna eða félagið. Útvegum húsnæði fyrir æfingarbúðir, námskeið eða stórveisluna.

vetrar_4 vetrar_2

Veturinn býður upp á nýjar upplifanir í ferðum um Ísland. Ímyndaðu þér að þú liggir í þægilega heitum potti og horfir á stjörnubjartan himinn með dansandi Norðurljósum án minnstu ljósmengunar. Allt í kring er hvít mjöll en þér er samt heitt og lætur uppsafnaða þreytu og streitu líða úr þér. Og enn notalegri er upplifunin eftir að hafa eytt deginum í snjónum, til dæmis með því að láta snjósleða draga sig upp á fjall og renna sér síðan niður eða ferðast um hálendið á jeppum. Útsýnið er óviðjafnanlegt og töfrar vetrarins engu líkir.

vetrar_1 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Veturinn hefur fjölmarga möguleika sem til dæmis má njóta í skólafríinu. Hægt er að njóta vetraríþrótta í nýju umhverfi og þar sem allra veðra er von skiptir máli að hafa aðgang að húsnæði þar sem hægt er að nota hentug salarkynni til leikja og íþrótta. Einnig eru víða útisundlaugar. Þá sakar ekki að vera í tengslum við sveitina og fá að heimsækja fjárhús, búa til snjókarla eða snjóhús og drekka heitt kakó með rauðar eplakinnar.

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.