VESTURLAND

Vesturland er fallegt svæði, uppsveitir Borgarfjarðarins er með gróðursælli svæðum Íslands, Snæfellsnesið með jökulinn, Breiðafjörður með eyjarnar óteljandi, og svo mætti lengi telja...

solsetur_vl

[Akranes – Borgarnes – Hellissandur-Ólafsvík - Grundarfjörður – Stykkishólmur – Laxárdalur – Búðardalur – Húsafell – Hreðavatn – Grábrók – Hellnar – Arnarstapi]

jokullinn_vlFrá Hvalfirði vestur í Dali, frá Langjökli og út á Snæfellsnes er að finna fjölbreytta og stórkostlega náttúru. Saga landsins er við hvert fótmál og sömuleiðis jarðfræðin. Hægt er að komast í lengri eða skemmri ferðir hvort sem áhugamálið er fjallaklifur, jöklaferðir, hestaferðir eða fallegar og sérstakar gönguleiðir. Auk mikils fuglalífs er mikið dýralíf bæði til lands og sjávar. Vesturland er vettvangur fjölda Íslendingasagna og með þær í huga má ferðast frá Reykholti Snorra, um Breiðafjarðareyjar og sögusvið Laxdælu og alls staðar blasir við hinn magnþrungni Snæfellsjökull. Á Vesturlandi er fjöldi safna og upplýsingastaða svo sem Landnámssetrið í Borgarnesi og Eiríksstaðir í Haukadal. Þá er ekki síður áhugavert mannlífið í sjávarbæjum og sveitum.
hofn_vl