UMHVERFISSTEFNA

Þemaferðir leggja áherslu á umhverfisvæna ferðamennsku. Umhverfisvæn ferðamennska byggir fyrst og fremst á að náttúrunni sé sýnd ótakmörkuð virðing. Það á ekki síst við um íslenska náttúru sem er sérstaklega viðkvæm. Mikilvægt er einnig að ferðaþjónusta gagnist því samfélagi sem hún er rekin í, að hráefni og vinnuafl sé frá heimamönnum komið. Einnig vilja Þemaferðir ýta undir það að hin djúpstæða þekking heimamanna á umhverfi sínu verði aðgengileg ferðamanninum sem þar með verður fyrir dýpri upplifun og sýnir umhverfinu meiri virðingu.