HVER ERUM VIÐ

Arnlín Þ. Óladóttir er náttúrufræðingur frá Háskólanum í Edinborg í Skotlandi og vinnur nú hjá skógræktarverkefninu Skjólskógum á Vestfjörðum. Hún hefur rekið hótel og ferðaþjónustu í Bjarnarfirði, skipulagt ferðir til Skotlands og verið leiðsögumaður fyrir ýmsa hópa.
Magnús Rafnsson sagnfræðingur er einn af stofnendum Galdrasýningar á Ströndum. Magnús hefur verið leiðsögumaður á Ströndum og séð um kvöldskemmtanir sem byggja á þjóðsögum af Ströndum.
Arnlín og Magnús hafa búið og starfað á Ströndum í rúm 30 ár. Þau hafa mikinn áhuga á sögu og náttúru Stranda, en einnig hefur vinna þeirra og áhugi beinst að öllum Vestfjörðum. Kennsla, ráðunautastarf og grúsk í heimildum gerir það að verkum að þau hjónin þekkja vel til staðhátta og mannlífs á Vestfjörðum.
hjonakorn
Óli Jón Ólason hefur nærri hálfrar aldar reynslu í vinnu við hin ýmsu störf í ferðaþjónustunni. Hann hefur verið hótelstjóri, ferðamálafulltrúi, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu auk þess að hafa tekið virkan þátt í félagsmálum ferðaþjónustunnar, var m.a. í átta ár í stjórn S.V.G. sem var einn af forverum Samtaka ferðaþjónustunnar,
Steinunn Hansdóttir hefur um 20 ára reynslu í ýmsum störfum ferðaþjónustunnar, verið fjármálastjóri hótels og rekið mötuneyti í Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Er áhugasöm og reynd tölvukona.
Steinunn og Óli Jón byggðu upp hótelrekstur í Reykholti. Þau eru nú búsett í Grundarfirði, vinna við Sögumiðstöðina að sumri, og reka jafnframt handverksmarkað fyrir ferðamenn.
oli-og-Steinunn