Arnlín Þ. Óladóttir er náttúrufræðingur frá Háskólanum í Edinborg í Skotlandi og vinnur nú hjá skógræktarverkefninu Skjólskógum á Vestfjörðum. Hún hefur rekið hótel og ferðaþjónustu í Bjarnarfirði, skipulagt ferðir til Skotlands og verið leiðsögumaður fyrir ýmsa hópa.
Magnús Rafnsson sagnfræðingur er einn af stofnendum Galdrasýningar á Ströndum. Magnús hefur verið leiðsögumaður á Ströndum og séð um kvöldskemmtanir sem byggja á þjóðsögum af Ströndum.
Arnlín og Magnús hafa búið og starfað á Ströndum í rúm 30 ár. Þau hafa mikinn áhuga á sögu og náttúru Stranda, en einnig hefur vinna þeirra og áhugi beinst að öllum Vestfjörðum. Kennsla, ráðunautastarf og grúsk í heimildum gerir það að verkum að þau hjónin þekkja vel til staðhátta og mannlífs á Vestfjörðum.
hjonakorn
Óli Jón Ólason hefur nærri hálfrar aldar reynslu í vinnu við hin ýmsu störf í ferðaþjónustunni. Hann hefur verið hótelstjóri, ferðamálafulltrúi, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu auk þess að hafa tekið virkan þátt í félagsmálum ferðaþjónustunnar, var m.a. í átta ár í stjórn S.V.G. sem var einn af forverum Samtaka ferðaþjónustunnar,
Steinunn Hansdóttir hefur um 20 ára reynslu í ýmsum störfum ferðaþjónustunnar, verið fjármálastjóri hótels og rekið mötuneyti í Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Er áhugasöm og reynd tölvukona.
Steinunn og Óli Jón byggðu upp hótelrekstur í Reykholti. Þau eru nú búsett í Grundarfirði, vinna við Sögumiðstöðina að sumri, og reka jafnframt handverksmarkað fyrir ferðamenn.
oli-og-Steinunn
Þemaferðir leggja áherslu á umhverfisvæna ferðamennsku. Umhverfisvæn ferðamennska byggir fyrst og fremst á að náttúrunni sé sýnd ótakmörkuð virðing. Það á ekki síst við um íslenska náttúru sem er sérstaklega viðkvæm. Mikilvægt er einnig að ferðaþjónusta gagnist því samfélagi sem hún er rekin í, að hráefni og vinnuafl sé frá heimamönnum komið. Einnig vilja Þemaferðir ýta undir það að hin djúpstæða þekking heimamanna á umhverfi sínu verði aðgengileg ferðamanninum sem þar með verður fyrir dýpri upplifun og sýnir umhverfinu meiri virðingu.