STRANDIR

Strandir voru áður eitt af afskekktari svæðum Íslands, heimkynni harðdrægra galdramanna. Og enn búa Strandirnar yfir dulýðgi. Fjaran er síbreytileg og á eyðisvæðum er stutt frá brimlöðri upp á tilkomumikil fjöll.

kaldbakshorn

[Borðeyri – Hólmavík – Drangsnes - Steingrímsfjörður – Bjarnarfjörður – Djúpavík - Trékyllisvík]

a_sjoStrandlengjan sem teygir sig norður eftir austanverðum Vestfjarðakjálkanum er einstök þar sem víða er stutt milli fjalls og fjöru en annars staðar firðir og grösugir dalir. Á búsældarlegri stöðum búa bændur sem stoltir eru af fjárrækt sinni og við Ströndina sjómenn sem þrætt hafa víkur og firði. Með þeim má kynnast Húnaflóa við veiðar á sjóstöng með góðan möguleika á að sjá hvali. Sjómenn sjá líka um ferðir út í Grímsey og skoða hina miklu lundabyggð þar. Strandir hafa líka ætíð haft yfir sér dularfullan blæ, ekki síst vegna hinnar gömlu galdraímyndar sem kynnast má í návígi á Galdrasýningunni á Hólmavík og Klúku og á rekafjörum eða eyðibýlum má ímynda sér harðfylgi þeirra sem þar bjuggu og hafa jafnframt í huga að á Ströndum er oft snjóþungt og áður fyrr var hafísinn þar oft gestur.

drangsnes