SKÓLAFERÐIR og VETTVANGSFERÐIR

serferdir_4Þemaferðir aðstoða við að skipuleggja námsferðir fyrir skóla. Leiðbeinendur geta leitað til okkar þegar þeir vilja sýna nemendum sínum slóðir Laxdælu, Egils sögu eða Gísla sögu og einnig ef markmiðið er að kynna galdrafár 17. aldar, náttúrufræði, jarðfræði eða mannlíf. Okkar hlutverk er þá að finna hentuga gististaði, fræðimenn eða heimamenn, allt eftir því sem við á. Á flestum stöðum eru til skemmtilegir og fróðir leiðsögumenn sem geta lífgað upp á staðina.