námsferðir * kirkjuskoðun* rannsóknir * rekaviður * sjósókn * átaksferðir * afslöppun * leikhúsferðir * þjóðsagnaþema * leikferðir * söngferðir *berjaferðir

Fyrir þá sem ferðast í leit að nýjum upplifunum varðandi áhugamál sín eru Þemaferðir góður kostur. Ef áhugamálið eru fornsögurnar má víðast hvar finna heimamenn með staðþekkingu sem gefa ferðinni aukið gildi. Landið er einnig ríkt af atburðum sem fá nýja vídd þegar staðirnir eru skoðaðir. Það á meðal annars við ef áhugamálið er íslenskur sjávarútvegur, landbúnaður eða skólastefnan. Svo ekki séu nefndir þeir staðir þar sem hvalveiðar Baska eða galdramál koma við sögu. Áhugamálið er viðskiptavinarins og Þemaferðir vinna úr hugmyndunum svo úr verða sérsniðnar ferðir eftir óskum hvers og eins.
serferdir_1 serferdir_2
Þegar félög skipuleggja ferðir er oft erfitt að fá upplýsingar af staðnum, gera sér grein fyrir hvað eru hæfilegar dagleiðir, hvaða gististaðir henta og hvar er þess virði að stansa. Þemaferðir hafa sambönd við urmul af fróðum og skemmtilegum leiðsögumönnum og búa yfir þekkingu á aðstöðu og þjónustu á kjörsvæðunum. Hvar er hægt að komast í bátsferðir eða sjóstangaveiði, hvernig eru gönguleiðirnar og hvar eru góðir áningarstaðir? Svör við slíkum spurningum er ekki alltaf auðvelt að finna. Þjónusta Þemaferða gengur út að að svara þeim til að auka ánægjuna af ferðinni.
serferdir_5 serferdir_3

Ertu með aðrar tegundir af ferð í huga? Kvenna- eða karlaferð eða annars konar ferð? Hafðu samband og fáðu aðstoð Þemaferða við skipulagninguna. Við leitum til heimamanna og/eða sérfræðinga til að ferðin verði ánægjuleg. Öruggasta aðferðin til að svo megi verða er að ferðin verði klæðskerasniðin eftir þínum óskum.