RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR

radstefnur_storVegna þekkingar okkar á kjörsvæðunum geta Þemaferðir fundið rétta staðinn sem hentar fyrir þinn fund eða ráðstefnu og gengið úr skugga um að þar sé allt til staðar til að samkundan gangi snurðulaust fyrir sig. Um öll kjörsvæðin má finna húsnæði sem henta fyrir misstórar samkomur. Víðast hvar er einnig hægt að finna afþreyingu eða skemmtiatriði úr smiðju heimamanna til að gera kvöldin eða aðrar stundir skemmtilegri.