NÁTTÚRUSKOÐUN

utivist_1Á Vestfjörðum eru einhver mestu fuglabjörg í Evrópu, annars staðar halda mófuglarnir sig og ránfugla er að finna um allt svæðið. Á vorin er hægt að fara um mismunandi svæði og sjá hinar ýmsu tegundir para sig og fylgjast með ungum fóta sig í tilverunni. Á haustin safnast farfuglar saman á ákveðnum svæðum áður en haldið er á vetrarstöðvarnar. Með hjálp áhugasamra heimamanna á hverjum stað getum við skipulagt ferðir fyrir fuglaáhugamenn. Í Skotlandi er að finna fjölbreytt fuglalíf og við getum skipulagt ferð í tengslum við þarlend fuglaskoðunarfélög þar sem þú getur fræðst um og skoðað fugla með nútíma tækni.