Kjörsvæði okkar eru þau svæði sem við þekkjum best. Við höfum búið og starfað á þessum svæðum og höfum trausta þekkingu á aðstæðum og ferðaþjónustu. Tengsl okkar við íbúa á þessum svæðum gerir okkur jafnframt kleyft að finna fyrir þig alla mögulega þjónustu og afþreyingu. Bara að nefna það.

100_0327Strandir voru áður eitt af afskekktari svæðum Íslands, heimkynni harðdrægra galdramanna. Og enn búa Strandirnar yfir dulýðgi. Fjaran er síbreytileg og á eyðisvæðum er stutt frá brimlöðri upp á tilkomumikil fjöll.
> meira

33Vesturland er fallegt svæði, uppsveitir Borgarfjarðarins er með gróðursælli svæðum Íslands, Snæfellsnesið með jökulinn, Breiðafjörður með eyjarnar óteljandi, og svo mætti lengi telja...
> meira


alftafjordur2Vestfjarðakjálkinn er engu líkur, vogskornasti hluti landsins þar sem hver fjörður hefur sín einkenni og alltaf er eitthvað nýtt að sjá og upplifa.
> meira

skotlandSkotland er nær en margan grunar bæði landfræðilega og menningarlega. Samt vita fáir af öllum þeim möguleikum sem Skotland býður upp á hvort sem menn sækjast eftir borgarmenningu, náttúruskoðun eða fjölbreyttri afþreyingu á ferðalaginu.
> meira