FYRIRTÆKJAFERÐIR

kaldbakshornÞemaferðir geta skipulagt fyrirtækjaferðina að öllu leyti eða að hluta, allt eftir óskum viðskiptavinarins. Þar skiptir mestu að finna rétta staðinn þar sem til boða er gisting og fæði sem hentar fyrirtækinu. Einnig geta Þemaferðir aðstoðað við að finna fólk til að stýra hópefli eða námskeiði fyrir allan hópinn eða hluta hans, fundið heimamenn til að skemmta þátttakendum og leiðsögumenn sem segja frá svæðinu sem verið er að heimsækja. Samskipti fyrirtækisins og heimamanna geta nýst báðum aðilum á margan hátt.