FJÖLSKYLDUFERÐIR

hopar1Það getur verið erfitt að finna rétta staðinn þar sem öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldan getur farið saman í sund eða notið þess að upplifa náttúrulega heita potta, hún getur farið í fjöruferð, rennt fyrir fisk í ám eða á sjó, skoðað náttúruna og fjölskyldumeðlimir geta þá fræðst hver af öðrum. Möguleikarnir eru margir en þá skiptir máli að finna réttu staðinu allt eftir því hvort um er að ræða kjarnafjölskyldu eða fleiri ættliði. Þekking á möguleikunum auðveldar valið hvort sem stefnt er í kjörsvæði okkar á Íslandi eða í Skotlandi.