FJALLAFERÐIR

utivist_3Við höfum gengið víða um kjörsvæðin, sérstaklega Strandir og Vestfirði. Og um þau svæði sem við þekkjum ekki sjálf getum við útvegað áreiðanlegar upplýsingar frá staðkunnugum. Ef áhugamálið er gróður jarðar má finna svæði þar sem tiltölulega stutt gönguleið spannar allt frá fjörugróðri, um kjarri vaxnar hlíðar upp í öræfagróður. Þannig getur markmiðið verið fyrir fjölskylduna að ganga á Reykjaneshyrnu og njóta útsýnis yfir nyrstu byggðu ból á Ströndum, eða fyrir þá sem vilja meiri áskorun að ganga á Kaldbak, hæsta tind Vestfjarða. Að ógleymdum jöklaferðum eða skoðunarferðum um eyðislóðir.