ELDRI BORGARAR

hopar3Starfsfólk Þemaferða hefur töluverða reynslu af því að skipuleggja ferðir fyrir eldri borgara og taka á móti slíkum hópum. Allt byggir á að finna rétta aðstöðu, finna fróða heimamenn til að sjá um leiðsögn og síðast en ekki síst skemmtikrafta, hvort sem það er harmonikkuleikarar eða skemmtun sem tengist svæðinu.
Þemaferðir hafa reynslu af að skipuleggja og stýra ferðum um Skotland sem byggjast á stuttum dagleiðum þar sem skoðaðir eru kastalar, saga Skotlands kynnt og skoðaðir þjóðgarðar eða annað sem hópurinn hefur áhuga á. Kvöldunum má eyða í rólegheitum eða með því að kynnast skoskum þjóðdönsum og sekkjapípuleik.