BÁTSFERÐIR

utivist_2Sjórinn var áður fyrr mikilvæg samgönguleið  og er enn eina aðkomuleiðin á skosku eyjunum, í Breiðafjarðareyjum eða í eyðibyggðum norður-Stranda. Sjómenn þekkja umhverfið eins og lófann á sér, sjóinn, dýralíf og veður, og eru einstaklega skemmtilegir ferðafélagar. Bátsferðir eru því óviðjafnanleg upplifun í ferðinni. Hægt er að fara í ferðir um eyjar og strandir, skoða hvali, seli og sjófugla eða veiða í soðið á sjóstöng. Marga þessara þátta má síðan sameina þannig að allir, fjölskylda eða ferðafélagar, geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð.