Ferðir 2017

Þemaferðir kynna dagskrá ársins 2017. 

Við erum í óðaönn að skipuleggja árið 2017. Við erum að kanna áhuga á einstöku ferðum en hér að neðan er dagskráin eins og hún var 2015, fyrir áhugasama. Við munum bjóða upp á sams konar ferðir sumarið 2017, Auk þess erum við að vinna í ferð til York og Northumberland- eða Jórvíkur og Norðymbralands. Það lítur út fyrir að verð til Bretlands lækki talsvert á næsta ári vegna lægra gengi á breska pundinu. 

Myndir og sögur á facebook

Vor í febrúar 2016.   20. febrúar - 5. mars 2016. pdfPuerto de Mogan -Kanaríeyjum

Stefnum á fallega strandbæinn Puerto de Mogan á Gran Canaria þann 20 febrúar og stoppum í 14 daga til 5. mars. Rólyndisferð með notalegum fararstjórum. Stórbrotin náttúra og blómlegt mannlíf.

Bergen og Harðangursfjörður. í maí.  pdfVorblómi í Harðangursfirði Nánar

Dveljum í bænum Odda innan um blómstrandi ávaxtatré. Ferðumst í rútu og bátum um nágrennið. Heimsækjum bændur og skoðum söfn. Hápunkturinn er að upplifa 17. maí í norskum bæ. 

Skosku Hálöndin í júlí.  pdfHálöndin 2015360.31 KB Nánar

Ferðumst í rólegheitum á milli lítilla þorpa í Hálöndunum og yfir á vesturströndina. Kynnum okkur átakamikla sögu Skota. skemmtilegt mannlíf og fagra náttúru.   

Gönguferð á Ströndum í júlí   pdfStrandaganga 2015 Nánar

Gengið um gamlar þjóðleiðir yfir fjöllin á milli byggða, frá Trékyllisvík og suður á Drangsnes. Gist á hótelum og farangur fluttur á milli staða. Siglt út í lundabyggðina í Grímsey í lok ferðar.

Orkneyjar í ágúst. pdfOrkneyjar 2015.pdf221.8 KB  Nánar

Flogið frá Glasgow norður til Kirkwall. Dvalist þar í 5 daga og ferðast um eyjarnar með rútu og bátum. Haldið til Inverness og  siglt upp skipastigann inn á Loch Ness. Lestarferð suður Hálöndin að lokum. 

Verðskrá :  pdfVerð og skilmálar152.45 KB

Fyrirkomulagið hjá Þemaferðum fyrir ferðir til útlanda er að farþegar greiða okkur fyrir kostnað erlendis, en kaupa flugmiðann beint af Icelandair. Þemaferðir bóka miða fyrir hópinn og farþegum gefst þannig kostur á að nota vildarpunkta sína upp í flugmiðann. Verðið er því gefið upp í tvennu lagi og ef fólk á ekki vildarpunkta eða gjafabréf er verðið samanlegt þessar tvær tölur.
Auk gistingar eru allar skoðunarferðir og inngangeyrir í söfn og sýningar innifalið í verðinu og 2–4 kvöldverðir eftir lengd ferðanna. Ávallt er gist á góðum 3 og 4 stjörnu gististöðum og notast við góðar rútur til ferðlaga.
 
Bóka ferð:  Símar: 865 1399 og 451 3384 eða senda This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
IMG 0217 3  Einn af því frábæra fólki sem hefur ferðast með okkur er Ingvar Gíslason. Hann sendi okkur þessar hugleiðingar sínar um Skotland og leyfði okkur vinsamlega að birta þær hér.