Ferðast með Þemaferðum

Ferðirnar okkar eru til þess að njóta lífsins. Litlir hópar, góður aðbúnaður og staðkunnugir fararstjórar eru okkar aðalsmerki. Við forðumst að þjóta yfir landið og eyða miklum tíma í akstur heldur stoppum og skoðum jafnt hið stóra og smáa. Við leggjum áherslu á að leiðsögumenn okkar þekki  vel til og geti opnað fyrir okkur leyndarmálin sem víða leynast.   Síðast en ekki síst eru þetta skemmtiferðir þar sem áherslan er á fróðleik, léttan anda og ferð sem skilur eftir sig góðar minningar.

Ferðaskrifstofan Þemaferðir er staðsett er á landsbyggðinni í Bjarnarfirði á Ströndum og í Grundarfirði. Við höfum skipulagt og séð um ferðir allt frá árinu 1995,  bæði innanlands og erlendis  fyrir ýmis félög og hópa eins og t.d. Kvenfélög,  Lionsklúbba, Félög eldri borgara og skógarbændur  svo nokkur séu nefnd. Auk þess talsvert af ferðum fyrir einstaklinga

Hafið samband: Grundarfjörður / Óli s: 438 1375 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Bjarnarfjörður / Arnlín s: 451 3384 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.